Fagþing raforku 2024
Fagþing raforku 2024 er haldið í Hveragerði 23. og 24.maí. Fagþingið er haldið á þriggja ára fresti og er góður vettvangur fyrir allt starfsfólk innan þessarar keðju að fræðast, tengjast og ræða stefnur og strauma.
Verkís er með einn fyrirlesara á þinginu í ár. Fannar Pálsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís, flytur erindi um hermanir í raforkukerfum. Verkís hefur á undanförnum áratugum nýtt sér hermunarforritið PowerFactory frá DIgSILENT til ýmissa útreikninga á fyrirbrigðum í raforkukerfum landsins. Farið verður stuttlega yfir notagildi forritsins, ásamt því að skoðaðar verða nokkrar áhugaverðar keyrslur sem nýttar hafa verið til verkefnalausna.
Í viðbót við 100 fyrirlestra og 19 málstofur verður þjónustu- og vörusýning þar sem það nýjasta frá traustum samstarfsaðilum orku- og veitugeirans verður sýnt. Ofan á þetta allt saman munu lið frá aðildarfyrirtækjum Samorku keppa um titilinn Fagmeistari Samorku 2024. Þar verður keppt í eftirfarandi greinum:
- Tengja inn á lágspennustreng
- Uppsetning á rofa í götuskáp
- Tengja inn á mæli
- Stígvélakast
Nánar um dagskrá þingsins má finna hér.