15/10/2024

Egill Viðarsson í viðskiptasendinefnd forseta Íslands

Egill Viðarsson, framkvæmdarstjóri Verkís

Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, var fulltrúi fyrirtækisins í viðskiptasendinefnd sem fylgdi Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í síðustu viku.

Í sendinefndinni, sem samanstóð af tæplega sjötíu fulltrúum frá fimmtíu fyrirtækjum og samtökum, var megináherslan lögð á að efla viðskipta- og samskiptatækifæri á alþjóðavettvangi.

Heimsóknin skapaði gott tækifæri fyrir Verkís til að styrkja tengslin við erlenda aðila og leita nýrra tækifæra til samstarfs. Egill tók virkan þátt í þeim fundum og viðburðum sem skipulagðir voru í tengslum við heimsóknina, sem markaði nýja vídd í alþjóðlegum samskiptum og kynnti Verkís fyrir nýjum samstarfsaðilum og mörkuðum. Heimsóknin var mikilvægur liður í að auka sýnileika Verkís á erlendri grundu og styrkja stöðu þess sem leiðandi fyrirtæki á sviði verkfræði og ráðgjafar.

Heimsmarkmið

Egill Viðarsson, framkvæmdarstjóri Verkís