Edda vígð við hátíðlega athöfn
Edda vígð við hátíðlega athöfn.
Edda, hús íslenskra fræða, var vígð sl. miðvikudag við hátíðlega athöfn. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhjúpaði nafnið og afhenti Árnastofnun og Háskóla Íslands lyklana að Eddu.
Verkís sá um aðstoð á framkvæmdatíma og hafði umsjón með allri verkfræðihönnun og sá um burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun.
Húsið er ætlað sem miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum: tungu, bókmenntum og sögu. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn.
Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu.
Ljósmynd/Stjórnarráðið.