28/10/2020

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð
Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, opnaði Dýrafjarðargöng sl. sunnudag ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Verkís sá m.a. um hönnun veglínunnar að göngunum og fullhönnun vegarins fyrir utan göngin.

Opnun var með heldur öðruvísi sniði vegna sóttvarna og hringdi ráðherra vestur á Ísafjörð í vaktstöð Vegagerðarinnar frá höfuðstöðvum hennar í Reykjavík.

Fyrir vestan var þá slánum lyft upp frá báðum gagnamunnum. Við munnana beið mikill fjöldi Vestfirðinga í löngum bílaröðum eftir því að fá að keyra í gegn.

Verkís hafði umsjón með útboðsgögnum, steypuhönnun á vegskálum og öðrum steyptum mannvirkjum inn í göngunum. Verkís hannaði einnig veglínuna að göngunum og sá um fullnaðarhönnun vegarins fyrir utan göngin.

Dýrafjarðargöng eru 5,6 km löng (5,3 km í bergi og 300 m í vegskálum) og með tilkomu þeirra styttist Vestfjarðavegur (60) um 27,4 km og að auki mun vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði leggjast af en hann hefur verið mikil farartálmi yfir vetrarmánuðina vegna snjóþyngsla og snjóflóðahættu.

Hér er hægt að horfa á athöfnina.
Frétt Vegagerðarinnar: Göngin opin fyrir umferð 

Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð
Dýrafjarðargöng