28/03/2025

Dagur verkfræðinnar fer fram í dag

© www.vfi.is

Dagur verkfræðinnar fer fram í dag, föstudaginn 28. mars, á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin hefst kl. 13:00 og stendur til 16:30, og verður með fjölbreyttu sniði þar sem fyrirlestrar fara fram í þremur opnum fundasölum. Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin.

Verkís tekur þátt í dagskránni og mun Hallgrímur Örn Arngrímsson, byggingarverkfræðingur hjá fyrirtækinu, flytja fyrirlestur kl. 14:20 í sal A. Erindið ber heitið Jarðkönnun í Grindavík – Helstu niðurstöður.

Hallgrímur Örn Arngrímsson

Í fyrirlestrinum mun Hallgrímur fara yfir niðurstöður umfangsmikillar jarðkönnunar sem miðar að því að auka öryggi þeirra sem sinna verðmætabjörgun á svæðinu. Verkefnið snýst um að rannsaka og kortleggja sprunguhættu í Grindavík til að tryggja aðgengi viðbragðsaðila og íbúa. Einnig er unnið að aðgerðaráætlun sem skilgreinir verklag við rannsóknir og viðgerðir ef nýjar sprungur ógna innviðum eða öryggi fólks.

Við hvetjum alla áhugasama um verkfræði og samfélagslegar áskoranir til að mæta og kynna sér þetta mikilvæga verkefni og fjölbreytta dagskrá dagsins

Heimsmarkmið

© www.vfi.is