Dagur verkfræðinnar 2023
Dagur verkfræðinnar 2023 var haldinn á Hótel Hilton föstudaginn 17.nóvember. Þar var Indriði Níelsson frá Verkís einn af þeim sem hélt erindi við tilefnið. Indriði velti þar fyrir sér þeirri spurningu hvort að hægt sé að minnka kostnað vegna endurbóta við myglu. Hann fór yfir helstu grunnþætti viðkomandi atriða með myndrænum hætti, hvað ber að varast í þessum málum og hvernig það lítur út fræðilega þegar framkvæmd heppnast og misheppnast.
Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir degi Verfræðinnar ár hvert og félagið fagnar 111 ára afmæli á þessu ári. Ásamt því að fjöldinn allur af áhugaverðum fyrirlestrum voru fluttir á þessum degi var Teningurinn veittur, en hann er viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd.