22/02/2022

Aukin hætta á gróðureldum

Aukin hætta á gróðureldum
Lýst yfir hættustigi vegna hættu á gróðureldum hér á landi

Aukin hætta á gróðureldum. Í tilefni af frétt á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Stóraukin hætta á gróðureldum á Íslandi, vill Verkís hvetja forsvarsmenn félaga sumarhúsaeigenda, stéttarfélaga og tjaldsvæða um land allt að huga að forvörnum gegn gróðureldum í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og slökkvilið.

Mikilvægt er að grípa til forvarna nú þar sem hætta á gróðureldum fer almennt vaxandi og aðstæður svipaðar og vorið 2021 eiga eftir að koma upp aftur á næstu árum.

Ástand á mörgum eldri sumarhúsa- og tjaldsvæðum er ekki í takt við núverandi kröfur , gróður hefur vaxið mikið undanfarin ár og þarfnast víða grisjunar, flóttaleiðir eru óljósar og mikið um botnlanga, vegir þola ekki umferð þungra slökkvibíla og vatnsöflun er ónóg og erfið.

Mikilvægt fyrsta skref er að tryggja að á hverjum stað séu góðar upplýsingar um forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldi. Eldur getur ferðast hratt yfir og verið fljótur að læsa sig í nærliggjandi gróður, hús og tjaldbúnað. Skipta þá fyrstu mínúturnar mestu máli. Mislangt er í slökkvilið og eru líkur til þess að eldur sé orðinn mikill og erfiður viðureignar ef fyrstu viðbrögð á vettvangi eru lítil og vanmáttug eða jafnvel engin.

Við bendum sérstaklega á síðuna www.grodureldar.is og átakið Eldklár á vegum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar og á Facebook.

Næsta skrefið er að leggja mat á svæðið og meta framhaldsaðgerðir svo sem gerð flóttaleiðateikninga, úrbætur á vegum og vatnsöflun, sem og skipulag gróðurs.

Verkís býður upp á ýmsa þjónustu tengda forvörnum í eldvörnum og úrbótum til að draga úr hættu á gróðureldum á tjaldsvæðum, sjá nánar hér.

Þar má nefna:

  • Skoðun og mat á svæðum og tillögur til úrbóta.
  • Fræðslu í formi leiðbeininga eða fyrirlestra.
  • Gerð flóttaleiðateikninga og leiðbeininga.
  • Endurskoðun deiliskipulags m.t.t. aðgerða vegna gróðurelda í framhaldi af mati og gerð flóttaleiðateikninga.
  • Ráðgjöf vegna úrbóta á vatnsöflun og vegum.
  • Viðbragðs- og rýmingaráætlanir.
  • O.fl.

Vegna nánari upplýsinga má hafa samband við Dóru Hjálmarsdóttur, einn af sérfræðingum Verkís í öryggismálum, dh@verkis.is, sem hefur verið ötul í forvarnarstarfi vegna þessa brýna málefnis og starfar með starfshópi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um málefnið.

Verkefni Verkís: Forvarnir vegna gróðurelda

Heimsmarkmið

Aukin hætta á gróðureldum
Lýst yfir hættustigi vegna hættu á gróðureldum hér á landi