Atvinnusýning í Borgarnesi
Atvinnusýning í Borgarnesi. Verkís tekur þátt í atvinnusýningu í Borgarnesi í dag laugardag 30. október. Verkís verður með nokkra fulltrúa á staðnum til að kynna starfsemi fyrirtækisins, ásamt því að bjóða gestum upp á að prófa sýndarveruleikabúnað.
Það er Rótarýklýbbur Borgarness sem stendur fyrir sýningunni sem haldin er í Hjálmakletti, menningarhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi. Einnig verður haldin málstofa með yfirskriftinni Matvælalandið Ísland – loftslagsmál og kolefnisspor.
Ríflega 30 fyrirtæki og stofnanir hafa skráð sig til þátttöku til að kynna starfsemi sína, mestmegnis fyrirtæki og stofnanir í Borgarbyggð. Verkís er með tvær starfsstöðvar á Vesturlandi, á Akranesi og í Borgarnesi.
©Frétt úr Skessuhorni um sýninguna.
Sjá nánar um starfsstöðvar Verkís.
Frétt á mbl.is: Málstofa um matvælalandið Ísland