04/11/2022

Akhalkalaki í Georgíu vígð

Akhalkalaki

Akhalkalaki, vatnsaflsvirkjun í Georgíu verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun. Sérfræðingar Verkís unnu hagkvæmniathugun og útboðsgögn í undirbúningsfasa virkjunarinnar í samvinnu við Landsvirkjun Power. Verkís hafði umsjón með allri deilihönnun byggingarvirkja ásamt nauðsynlegri samræmingu búnaðar í samvinnu við georgíska samstarfsaðila.

Akhalkalaki HPP er 9,1 MW vatnsaflsvirkjun sem framleiðir um 50 GWh á ári. Virkjunin nýtir fall tveggja vatnsfalla; Paravani með fallhæð 61 m og virkjað rennsli 15 m³/s (AKH-1), og Korkhi með fallhæð 72 m og virkjað rennsli 2,8 m³/s (AKH-2).

Frá inntaksmannvirki í Paravani er vatninu veitt um 3,3 km langa þrýstipípu sem er 2,8/3,0 m í þvermál. Frá inntaksmannvirki Korkhi er vatninu veitt um 1,8 km langa pípu sem er 1,2 m í þvermál. Bæði inntaksmannvirkin eru útbúin með fiskistigum og búnaði fyrir vistrennsli til að viðhalda lífríki árinnar ásamt hreinsibúnaði á inntaksristum fyrir rusl.

Stöðvarhúsin eru tvö með þrjá vatnshverfla í húsi AKH-1 og einn í AKH-2, alla af Francis gerð. Tenging virkjunarinnar við straumnetið verður inn á 35 kV línur sem liggja í nágrenni virkjunarinnar.

Heimsmarkmið

Akhalkalaki