15/04/2024

Aðaltorg í Reykjanesbæ – undirritun samnings

Aðaltorg í Reykjanesbæ - undirritun samnings
Guðrún Jóna Jónsdóttir frá Verkís tekur í höndina á Ingvari Eyfjörð, framkvæmdarstjóra Aðaltorgs Fyrir aftan Ingvar er Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna og hliðina á Ingvari er Einar Þór Guðmundsson, sem sér um viðskiptaþróun

Aðaltorg í Reykjanesbæ – undirritun samnings. Verkís undirritaði á dögunum rammasamning um verkfræðiráðgjöf við Aðaltorg í Reykjanesbæ. 

Sveitarfélagið Reykjanesbær er að fara að breyta Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020 – 2035 með því að stækka landnotkunarreit M12 til norðurs og austurs um 4,25 ha og auka heildarbyggingarmagnið um 100.000 m² og uppbyggingu á 450 íbúðum, þar af 138 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara. Nýtingarhlutfallið mun fara úr 0.2 í 0.6 vegna þessa. Stækkunin verður norðan og austan við Reykjanesbraut og vestan við Heiðarskólahverfi. Núverandi byggingar í svæðinu eru hótel, heilsugæsla, bílaapótek, geymsluskemma, bensíndælur og rafhleðslustöðvar.

Samhliða að breytingunum verður kynnt tillaga að deiliskipulagi og gerð grein fyrir umhverfisáhrifum. Breytingarnar eru í samræmi við þróunaráætlun svæðisins og Landsskipulagsstefnu 2015-2026.

Framkvæmdin á svæðinu mun fara fram í samráði við sveitarfélagið, HS veitur og aðra hagsmunaaðila. Forsendur breytinganna eru í samræmi við markmið aðalskipulagsins og þróun svæðisins. Umhverfisáhrif verða metin í samræmi við skipulagslög og reglugerð.

Heimsmarkmið

Aðaltorg í Reykjanesbæ - undirritun samnings
Guðrún Jóna Jónsdóttir frá Verkís tekur í höndina á Ingvari Eyfjörð, framkvæmdarstjóra Aðaltorgs Fyrir aftan Ingvar er Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna og hliðina á Ingvari er Einar Þór Guðmundsson, sem sér um viðskiptaþróun