30/06/2023

Aðalskipulag Dalabyggðar og Suðurnesjabæjar

Aðalskipulag Dalabyggðar og Suðurnesjabæjar
Búðardalur í Dalabyggð.

Aðalskipulag Dalabyggðar og Suðurnesjabæjar. Í þessum mánuði hafa bæði Suðurnesjabær og Dalabyggð undirritað nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélögin. Mun skipulagið taka gildi þegar Skipulagsstofnun hefur staðfest það og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Verkís var ráðgjafi sveitarfélaganna við vinnslu aðalskipulagsins.

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar er sögulegt að því leyti að þetta er fyrsta aðalskipulagið sem unnið er fyrir Suðurnesjabæ, eftir sameiningu Garðs og Sandgerðisbæjar árið 2018.

Aðalskipulag Dalabyggðar og Suðurnesjabæjar
Suðurnesjabær.

Í báðum tilvikum var aðalskipulagið unnið að stórum hluta til þegar  samkomutakmarkanir voru vegna heimsfaraldurs og þurfti því að leita nýrra og skapandi nálgana til að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að kynna sér efni skipulagsins.

Fjölmargir skiluðu ábendingum, athugasemdum og umsögnum á vinnslutíma skipulagsins. Haldnir voru íbúafundir, m.a. rafrænir fundir, þegar heimsfaraldur hamlaði opnum fundarhöldum. Samráð var einnig haft í gegnum kortasjá.

Í frétt Suðurnesjabæjar þakkar sveitarfélagið starfsfólki Verkís sem kom að verkefninu ánægjulegt og frábært samstarf.

Heimsmarkmið

Aðalskipulag Dalabyggðar og Suðurnesjabæjar
Búðardalur í Dalabyggð.