09/02/2018

A Beautiful Light – kynning um verkefnið

A Beautiful Light
Verkefnið A Beautiful Light

Ítalski lýsingarhönnuðurinn Martina Frattura heimsækir Verkís í næstu viku. Hún vinnur að rannsóknarverkefninu A Beautiful Light, eða Fallegt ljós og mun halda kynningu á verkefninu hjá Verkís.

Í rannsókninni eru könnuð sálræn tengsl fegurðar og ljóss. Hugmyndin er að finna mælikvarða á hvernig ljósið tengist skynjun fólks á fegurð. Tilraunin verður gerð víða um heim, meðal annars á Íslandi, í Búlgaríu, Portúgal og Tyrklandi.

Frattura mun kynna verkefnið í húsakynnum Verkís í Ofanleiti 2 í Reykjavík fimmtudaginn 15. febrúar kl. 11. Viðtöl við sjálfboðaliða í rannsókninni fara fram í sama húsi dagana 15., 16., 17. og 19. febrúar á milli kl. 12 og 14.

Lýsingarteymi Verkís og Ljóstæknifélag Íslands hvetja þau sem eru áhugasöm að mæta á kynninguna og taka þátt í rannsókninni. Allir velkomnir.

 

A Beautiful Light
Verkefnið A Beautiful Light