50 ára afmælisráðstefna HS Orku

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun HS Orku verður haldið glæsilegt málþing á Sjálandi í Garðabæ í dag, 21. mars. Þar verður rýnt í þróun orkuvinnslu á liðnum áratugum og velt upp spennandi framtíðarsýn fyrir næstu 50 ár. Verkís á þar fulltrúa í dagskrá með Þorleiki Jóhannessyni vélaverkfræðingi, sem flytur erindi undir yfirskriftinni „Farsælt samstarf á tímum stöðugra framfara“.
Í erindi sínu mun Þorleikur fjalla um öflugt samstarf Verkís og HS Orku á undanförnum árum, þar sem traust, lausnamiðað verklag og sameiginleg sýn á sjálfbæra orkuvinnslu hafa verið í fyrirrúmi.
Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00 og inniheldur fjölbreytta dagskrá með þátttöku áhrifafólks úr orku- og auðlindageiranum. Þar á meðal eru Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Gestur Pétursson, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, sem stýrir lokapallborði þar sem horft verður til framtíðar íslenskrar orkuvinnslu.
Við hjá Verkís erum stolt af því að leggja okkar af mörkum til þróunar á sviði orkumála og hlökkum til að fylgjast með framlagi Þorleiks á þessari áhugaverðu ráðstefnu.