Verkefni

Viðey RE

Viðey er systurskip Engeyjar og Akureyjar og voru kerfi Engeyjar afrituð með talsverðum lagfæringum yfir í Viðey.

Viðey RE er ísfisktogari sem smíðaður var í Celiktrans-skipasmíðastöðin í Istanbúl í Tyrklandi. Viðey RE kom til heimahafnar sinnar í Reykjavík á vetrarsólstöðum, hinn 21. desember árið 2017. Móttökuathöfn var haldin daginn eftir í Örfirisey og við það tækifæri var skipinu formlega gefið nafn. Togarinn er tæplega 55 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd.

Verkís kom að eftirfarandi verkþáttum; hönnun, teikningar, forritun og prófanir á stýrikerfi fyrir lestarkerfi, fiskflokkun og kælikerfi, hönnun, forritun, uppsetning og prófanir á skjákerfum og rekstrareftirlit lestar- og skjákerfum.

Verkefnið í hnotskurn

Stærð:

55 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd

Verktími:

2018

 

Heimsmarkmið