Verkefni

Gufustöðin í Bjarnarflagi

Nýr gufuhverfill.

Gufustöðin í Bjarnarflagi í Mývatnssveit er elsta gufuaflsstöð landsins og var fyrst gangsett árið 1969. Árið 2001 sá Verkís um endurnýjun stöðvarinnar.

Árið 2001 sá Verkís um endurnýjun alls rafbúnaðar og stjórn- og varnarbúnaðar, hönnun, deilihönnun, val á búnaði, aðstoð við innkaup, umsjón með uppsetningu, tengingum og prófunum og ásamt heimamönnum um gangsetningu á gufustöðinni. 

Loks kom að því að skipta þurfti út gufuhverflinum og kom Verkís fyrst að því verki snemma árs 2015 með gerð hagkvæmnisathugunar og síðar verkhönnuðarskýrslu. Byggingarverk fólst í jarðvinnu, endurgerð stöðvarhúss og byggingar spennaþróar. Rafbúnaðarverk fólst í lagningu og tengingu aflstrengs, uppsetningu spennis og smíði, uppsetningu og tengingu nýs rafbúnaðar.

Verkís annaðist hönnun nýs stjórnbúnaðar fyrir gufuveitu og hjálparkerfi. Ennfremur annaðist Verkís hönnunareftirlit og samræmingu á milli verktaka, verkeftirlit á framkvæmdatíma og kom að skipulagningu og samræmingu prófana og gangsetningar stöðvarinnar.

Aðstæður í Bjarnarflagi eru þannig að vegna hita í jörðu er ekki hægt að leggja lagnir neðanjarðar. Því voru strenglagnir hafðar ofanjarðar og var strengjum komið fyrir í rörum til að verjast ágangi sólar, nagdýra og mannfólks. Rörin eru fest við niðurgrafnar steyptar undirstöður til að halda þeim í réttri legu og sett á þau lítil göt til að tryggja lágmarks loftflæði til kælingar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykjahlíð, Mývatnssveit

Stærð:

5 megavött rafmagns og 40 gígavattstundir á ári

Verktími:

2017-

 

Heimsmarkmið