Verkefni

Stjórnarráðið

Verkís hannaði nýja lýsingu fyrir Stjórnarráðið.

Um er að ræða lýsingu á öllum hliðum byggingarinnar nema bakhliðinni, lýsingu við stytturnar tvær sem standa fyrir framan hana og lýsingu við göngustíg.

Markmiðið með hönnuninni er að sýna bygginguna, sem reis á árunum 1765 – 1770, með reisn en bera jafnframt virðingu fyrir arkitektúr hennar.

Lýsingarkerfið býður upp á marga möguleika til að leyfa byggingunni að njóta sín þegar tekur að rökkva og myrkrið skellur á.

Ljósunum er stýrt í gegnum app í spjaldtölvu en þar er hægt að stýra birtustyrk og lit hvers og eins ljóss, en einnig öllum ljósunum saman. Þrjátíu og tvö DMX-RGBW ljós frá fyrirtækinu iGuzzini lýsa upp húsið og sex Dali-RGBW ljós lýsa upp stytturnar tvær.

Þessir möguleikar gera starfsfólki Stjórnarráðsins kleift að lýsa bygginguna upp við ýmis tilefni.

Lýsingarteymi Verkís er stolt af útkomu verksins og ánægt að hafa fengið þetta tækifæri til að byggja upp byggingarlistararfleifð landsins. Teymið hlaut viðurkenninguna „Honorable Mention“ á vegum LIT Lighting Design Awards árið 2017 fyrir lýsingarhönnun Stjórnarráðsins í flokknum Exterior Architectural lighting.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg

Verktími:

2017

 

Heimsmarkmið