Verkefni
Fráveita ABK
Bygging hreinsistöðva ásamt lagningu frárennsliskerfis á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi var hluti af verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur varðandi frárennsli í Borgarfirði.
Verkefni
Bygging hreinsistöðva ásamt lagningu frárennsliskerfis á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi var hluti af verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur varðandi frárennsli í Borgarfirði.
Byggðar voru hreinsistöðvar á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi, milli 200 og 500 fermetrar. Magn skólps, sem dælt er frá hverri stöð, er á bilinu 60 – 460 l/s. Lagðar voru nýjar fráveitulagnir – bæði sjálfrennslis- og þrýstilagnir – ásamt uppsetningu á 13 forsmíðuðum dælubrunnum. Á Akranesi og í Borgarnesi voru einnig byggðar staðsteyptar dælustöðvar, tvær á hvorum stað. Samhliða fráveitulögnum voru einnig lagðar hitaveitu- og vatnslagnir ásamt fjarskiptalögnum.
Verkinu lýkur með lagningu sjólagna frá hreinsistöðvunum á Akranesi, í Borgarnesi og á Kjalarnesi og gangsetningu hreinsistöðvanna.
Verkís annaðist jarðfræðirannsóknir, jarðtækni, skipulagshönnun, vélakerfi, veitur og sjólagnir, lagna- og loftræsikerfi, framkvæmdaeftirlit og landmælingar.
Staðsetning:
Akranes – Borgarnes – Kjalarnes
Stærð:
200 – 500 m² og 60 – 460 l/s
Verktími:
2005 – 2010/2014 – 2018