Verkefni

Leifsbúð

Leifsbúð er kaffi- og veitingahús staðsett við höfnina í Búðardal. Í húsinu er einnig starfrækt Vínlandssetur um landvinninga Íslendinga í austurátt.

Leifsbúð er yfir 100 ára gamalt hús. Þar hefur ýmis starfsemi verið í gegnum tíðina en lengst af var þar Kaupfélag Hvammsfjarðar.

Í nýju viðbyggingunni verður starfsmannaaðstaða og eldhús fyrir veitingastaðinn. Stækkun hússins er liður í því að styrkja ferðaþjónustu á Vesturlandi

Kaupfélagshúsið var upphaflega byggt árið 1900 og þar rak Kaupfélag Hvammsfjarðar verslun fram undir 1960. Upphaflegi hluti hússins var um 15 m að lengd og 7,6 m að breidd. Um 1950 var húsið lengt undir sama formi um 11 metra og var sá hluti nýttur sem skemma. Árið 2002 var aftur byggt við húsið og þá þverálma til austurs sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og lítið veitingahús. 

Verkís vann kostnaðaráætlun vegna endurbyggingar Leifsbúðar og burðarþolsteikningar af nýbyggingu við Leifsbúð og styrkingar eldri plötu.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Búðardalur

Verktími:

2017 – 2019

 

Heimsmarkmið