Þjónusta

Prófanir og gangsetning

Við búum yfir sérhæfðri þekkingu í prófunum og gangsetningu. 

Meðal starfsfólks Verkís er sterk hefð fyrir vinnu „úti í mörkinni“. Fyrirtækið á gott safn tækjabúnaðar til prófana og gangsetningar á fjölbreytilegum vélbúnaði, rafbúnaði, stjórn- og varnarbúnaði.

Sérhæfð þekking og áralöng reynsla

Reynsla fyrirtækisins liggur í vinnu við prófanir og gangsetningu í virkjunum, tengivirkjum og framleiðsluiðnaði. Sérhæfð þekking og tækjabúnaður er fyrir hendi hvað varðar prófanir og gangsetningu á til dæmis vatns- og gufuhverflum, rafölum, spennum, rofabúnaði, stjórn- og varnarbúnaði.

Meðal verkefna sem við höfum komið að eru Kröfluvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Okkur er treyst fyrir að ná árangri og leggjum metnað okkar í að prófanir og gangsetning sé farsæl fyrir verkkaupa.

Sérfræðingar okkar víla ekki fyrir sér að taka að sér ný og spennandi verkefni sem teygja sig aðeins út fyrir þægindarammann og reyna á þá áralöngu þekkingu og hæfni sem býr innan Verkís. Þannig höldum við okkur á tánum, bæði hvað varðar framfarir í tækjabúnaði og nýstárlegar lausnir sem virka.

Okkur er treyst fyrir að ná árangri og leggjum metnað okkar í að prófanir og gangsetningar séu farsælar fyrir verkkaupa.

Þjónusta

Tengiliðir

Guðbjörn Gústafsson
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
gug@verkis.is

Haukur Geir Guðnason
Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
hgg@verkis.is

Valur Árnason
Rafmagnsverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
vaa@verkis.is