Sérhæfð þekking og áralöng reynsla
Reynsla fyrirtækisins liggur í vinnu við prófanir og gangsetningu í virkjunum, tengivirkjum og framleiðsluiðnaði. Sérhæfð þekking og tækjabúnaður er fyrir hendi hvað varðar prófanir og gangsetningu á til dæmis vatns- og gufuhverflum, rafölum, spennum, rofabúnaði, stjórn- og varnarbúnaði.
Meðal verkefna sem við höfum komið að eru Kröfluvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun. Okkur er treyst fyrir að ná árangri og leggjum metnað okkar í að prófanir og gangsetning sé farsæl fyrir verkkaupa.
Sérfræðingar okkar víla ekki fyrir sér að taka að sér ný og spennandi verkefni sem teygja sig aðeins út fyrir þægindarammann og reyna á þá áralöngu þekkingu og hæfni sem býr innan Verkís. Þannig höldum við okkur á tánum, bæði hvað varðar framfarir í tækjabúnaði og nýstárlegar lausnir sem virka.
Okkur er treyst fyrir að ná árangri og leggjum metnað okkar í að prófanir og gangsetningar séu farsælar fyrir verkkaupa.