Þjónusta

Raforkuvinnsla

Raforkuvinnsla hefur farið ört vaxandi á Íslandi síðustu ár og áratugi og þar stendur Verkís mjög framarlega.

Verkís er leiðandi á sviði ráðgjafar og hönnunar fyrir umhverfisvæna orkuvinnslu og hefur tekið veigamikinn þátt í uppbyggingu slíkrar orkuvinnslu á Íslandi.

Við fylgjum straumnum

Fyrirtækið hefur tekið þátt í hönnun flestra virkjana hérlendis frá miðbiki tuttugustu aldar og er aðalhönnuður fjölda virkjana á landinu, bæði jarðvarmavirkjana og vatnsaflsvirkjana. Má þar nefna Kárahnjúkavirkjun, Sultartangavirkjun, Blönduvirkjun, Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Einnig hefur fyrirtækið séð um hönnun nokkurra virkjana á erlendri grundu eins og á Grænlandi, í El Salvador, Georgíu, Noregi, Tyrklandi og í fleiri löndum.

Verkís vinnur einnig að annarri umhverfisvænni orkuvinnslu eins og vindorku, sjávarfallaorku og nýtingu afgangsvarma með tvívökvavirkjunum.

Sérfræðingar okkar fylgjast vel með nýjustu straumum og stefnum þegar kemur að raforkuvinnslu og hafa áratugalanga reynslu af því að samtvinna raforkuvinnslu og umhverfisvernd. Við erum stolt af framlagi okkar til þróunar raforkuvinnslu á Íslandi og munum halda áfram að viða að okkur þekkingu um ókomna tíð.

Margt hefur breyst í raforkuvinnslu á Íslandi síðustu ár en Verkís hefur komið að hönnun flestra virkjana hérlendis.

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is

Snæbjörn Jónsson
Rafmagnsverkfræðingur / Verkefnastjóri
Svið: Orka og iðnaður
snj@verkis.is