Breitt sérfræðisvið
Fyrirtækið hefur öflugan starfsmannahóp sem vinnur við fjölbreytta gerð reiknilíkana svo sem til að meta og greina rennsli í ám, streymi grunnvatns, sjávarstrauma, snjóflóð, aurflóð og grjóthrun, rennsli í pípukerfum og vindafar. Líkönin eru meðal annars notuð við mat á útbreiðslu flóða, afrennsli, dreifingu mengunar í vatni og lofti, aurburði og setmyndun, íshrannarmyndun, greiningu pípukerfa og hönnun hvers konar vatnsvega.
Sérfræðingar okkar taka að sér margvísleg verkefni á þessi sviði, svo sem hönnun vatnsvega, stíflna og flóðvarna, hönnun fráveitukerfa, útrása í sjó, vatns- og hitaveitna og hermun og greining flóða og grunnvatns. Þá tökum við að okkur, greiningu á aurburði, rofi og setmyndun, útreikninga á dreifingu mengunar í sjó og lofti, greiningu á vindafari við mannvirki og ofanflóðahættu.
Verkís býður upp á vöktun á rennsli vatnsfalla og stöðu grunnvatns. Meðal mælitækja fyrirtækisins eru straumhraðamælar og síritandi þrýstiskynjarar.
Sérfræðingar okkar hafa sérfræðiþekkingu í gerð sérhæfðra reiknilíkana og áralanga reynslu í líkanagerð til að meta rennsli í ám, streymi grunnvatns og herma snjóflóð, svo fátt eitt sé nefnt.