Orkuskipti Verkís
Orkuskipti hjá Verkís byggja á áratuga reynslu á sviði jarðvarma- og vatnsafls, þar nýta sérfræðingar okkar sér þá mikilvægu þekkingu til hinna ýmsu verkefna á sviði orkuskipta.
Þjónustuþættir Verkís snúa meðal annars að orkuskiptum með rafeldsneyti, rannsóknum og þróun, rafvæðingu hafna, hleðslustöðvum fyrir rafbíla, raforkuflutningi, vindorku, orkusparnaði og nýtingu.
Verkefni á sviði orkuskipta hjá Verkís fer fjölgandi, sem er mikilvægur liður í aukinni reynslu okkar starfsfólks á þessum mikilvæga málaflokki.
Innlend framleiðsla rafeldsneytis
Ýmsir eldsneytiskostir eru í þróun sem geta leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi í orkuskiptum. Endurnýjanlegt eldsneyti getur verið af lífrænum eða ólífrænum uppruna. Það getur einnig nýst á annars konar hátt í orkukerfum en eingöngu til orkuskipta.
Til að mynda bjóða orkugjafar eins og vetni og metan upp á ýmsa möguleika þar sem þeir nýtast til orkugeymslu, sem virkar sem mótvægi við nýja sveiflukennda orkukosti, eins og vindorku. Þá er gasvinnsla úr lífrænum úrgangi mikilvægt orku- og loftslagsmál og liður í innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Verkís hefur komið að þróun allra þessara þátta í sínum verkefnum og vinnur að bættu samfélagi með sínum viðskiptavinum.
Staðan í dag
Langtímamarkmið um orkuskipti er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti og anni allri orkuþörf í landinu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Orkuskipti í samgöngum á landi eru hafin en framundan eru miklar áskoranir varðandi orkuskipti á sjó. Þar sem öll skip, bátar og önnur sjóför verði knúin með orkugjöfum af endurnýjanlegum uppruna.
Þar leggur Verkís sitt að mörkum og leiðir tvö umfangsmikil nýsköpunarverkefni í sjóflutningum sem snúa að orkuskiptum með rafeldsneytislausnum og vind-og sólarorkutækni.
Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt í Reykjavík
Verkís kom að gerð útboðsgagna og eftirlits með lágspennu landtengingu fyrir skemmtiferðaskip við Faxagarð við gömlu höfnina í Reykjavík.
Lesa meiraVerkís leiðir 2,5 milljarða orkuskiptaverkefni
Sjóflutningar þurfa að verða umhverfisvænni en það er markmið GAMMA verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu, svo fyrirtæki og vísindamenn frá Evrópu geti þróað tæknilausir og breytt ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis fyrir hluta af orkuþörf skipsins.
Verkís leiðir orkuskiptaverkefnið WHISPER
Orkuskiptaverkefnið WHISPER, er fjögurra ára verkefni sem er ætlað að þróa og prófa nýsköpunarlausnir í orkuskiptum á sjó sem geta dregið verulega úr losun gróðurhúsaloftegunda hjá flutningaskipaflota heimsins.