Verkefni

Tengivirki Sauðárkrókur

Vegna áforma um aukna orkunotkun á Sauðárkróki er fyrirhugað að styrkja tengingu svæðisins við flutningskerfið.

Auka þannig orkuafhendingu og afhendingaröryggi með því að leggja 66 kílóvolta jarðstreng, Sauðárkrókslínu 2, frá Varmahlíð á Sauðárkrók.

Byggð verða tvö ný tengivirki, annars vegar yfirbyggt 66 kílóvolta, fjögurra rofareita tengivirki á Sauðárkróki og hins vegar yfirbyggt 66 kílóvolta, fimm rofareita tengivirki í Varmahlíð.

Eina tenging Sauðárkróks við flutningskerfið er 66 kílóvolta loftlína frá Varmahlíð sem er orðin rúmlega fjörutíu ára gömul og mun tilkoma jarðstrengsins auka orkuöryggi og meira en tvöfalda flutningsgetu að svæðinu. Áformað er að jarðstrengurinn, sem verður um 24 kílómetra langur, liggi samsíða núverandi loftlínu hálfa leiðina að Sauðárkóki en við Sauðárkróksbraut nyrðri helming leiðarinnar. Þá verður núverandi loftlína, Sauðárkrókslína, tengd með jarðstreng við tengivirkið á Sauðárkróki.

Verkís sér um hönnun og gerð verklýsingar, magnskrár og útboðsgagna fyrir tengivirkið, það er fyrir 66 kílóvolta GIS rofabúnað, ásamt hjálparbúnaði, gerð verkteikninga, aðstoð á útboðstíma og verktíma. Á Sauðárkróki á einnig að byggja yfir tveggja MVA jöfnunarspólu. Verkís sér um aðstoð á útboðstíma, hönnunareftirlit og aðstoð á verktíma.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Skagafjörður

Stærð:

66 kílóvolt

Verktími:

2018-2021

 

Heimsmarkmið