Umfangsmikil verkefni
Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf í að byggja upp eignatré yfir búnað og stýra því hvernig haga skuli umsjón hans, yfirferð og reglubundnu viðhaldi til að tryggja snurðulausan rekstur.
Þetta felur meðal annars í sér framkvæmd áreiðanleikagreininga, rótargreininga, skipulag ástandsgreininga, skipulag verkfæra og varahlutalagers, áætlunargerð viðhaldsaðgerða og almenna ráðgjöf til að auka þekkingu og skilning viðskiptavina á mikilvægi skilvirkrar viðhaldsstjórnunar. Verkís býður einnig upp á samþætta ráðgjöf fyrir framleiðslu- og viðhaldsstjórnun.
Sérfræðingar okkar hafa komið að viðamiklum verkefnum fyrir einhver af stærstu fyrirtækjum landsins. Ber þar helst að nefna uppbyggingu eignatrés Fjarðaáls, hermilíkan viðhaldsferla Norðuráls og áreiðanleikagreining á búnaði Fjarðaáls.
Eignastýring framleiðslutækja er þýðingarmikil til að hámarka áreiðanleika búnaðar og fá sem mest út úr framleiðslunni.
Þjónusta
- Almenn viðhaldsráðgjöf
- Eignatré framleiðslubúnaðar og áreiðanleikagreining
- Skipulag fyrirbyggjandi viðhalds og ástandsgreininga
- Skipulag varahluta- og verkfæralagers og þjónustusamninga
- Ráðgjöf varðandi áætlanagerð og verkbeiðnir
- Skipulag á vinnu framleiðslufólks við viðhald