Verkefni

Aðaltorg

Hótelið er hluti af Courtyard-keðju Marriott en sú keðja rekur yfir þúsund hótel um allan heim.

Herbergin 150 komu tilbúin í stáleiningum og voru sett saman á nokkrum dögum. Þessi aðferð stytti byggingartímann töluvert.

Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Hótelið var allt teiknað upp í þrívídd: lagnir, loftræsing, rafkerfi og burðarvirki ásamt hönnun arkitekta. Öll samræming og árekstrargreining fór fram í gegnum skýþjónustuna BIM 360 og nýttist það mjög vel við að fækka mögulegum vandamálum á verkstað.

Samhliða verkefninu var unnið framfaraverkefni hjá Verkís um járnbendingu í þrívídd með það að markmiði að þrívítt líkan af allri járnbendingu kæmi að miklu leyti í stað teikninga á verkstað. Mikill tími getur sparast með því að þurfa ekki að leita að teikningum og upplýsingum á verkstað. Hægt var að koma í veg fyrir mistök sem voru í uppsiglingu með því að nýta líkanið og hægt var að forbeygja og binda á staðnum í meiri mæli en vanalega.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar, Reykjanesbær

Stærð:

6.000 fermetrar

Verktími:

2018-2020

 

Heimsmarkmið