Verkefni

Vesturhús OR

Verkís sér um alla verkfræðihönnun á endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis Orkuveitu Reykjavíkur en Hornsteinar eru arkitektar hússins.

Endurbyggja þarf útveggi hússins eftir að í ljós kom árið 2017 að það var mikið skemmt af raka.

Húsið mun taka nokkrum útlitsbreytingum. Helsta breytingin er sú að útveggir hússins verða réttir af en þrír af fjórum útveggjum hins skemmda Vesturhúss slúta nú fram yfir sig. Það þýðir að gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka. Heildarflatarmál verður svipað og fyrir breytingar.

Við hönnun endurbyggingar hússins var byggt á þessum grundvallarsjónarmiðum:

  • Viðurkenndar lausnir og útfærslur
  • Hagkvæmni í byggingu og rekstri
  • Byggt á núverandi burðarkerfi
  • Nýtt yfirbragð, hógvært og lágstemmt
  • Sveigjanleg og heilsusamleg innanrými

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Bæjarháls, Reykjavík

Verktími:

2019-

 

Heimsmarkmið