Verkefni

Nýi Sólvangur

Sólvangur var reistur af Hafnarfjarðarbæ og var formlega vígður 25. október árið 1953.

Í upphafi voru starfræktar á Sólvangi hjúkrunardeild, sjúkradeild með skurðstofu og fæðingardeild. Árið 1988 var tekin í notkun 2.195 fermetra viðbygging við Sólvang, þar af er heilsugæslustöðin Sólvangi með 1.123 fermetra og hjúkrunarheimilið með 1.062 fermetra.

Sólvangur fékk 240 milljóna króna styrk úr framkvæmdasjóði aldraðra árið 2018. Fjárhæðin var notuð til að breyta fjölbýli í gamla húsnæðinu í einbýli og bæta aðstöðu til samræmis við nútímakröfur.

Um er að ræða fjögurra hæða byggingu auk kjallara sem í verða 60 dvalarrými auk hreyfisalar. Stærð byggingarinnar er í heildina um 4.500 fermetrar. Verkís sinnti framkvæmdaeftirliti og umsjón með uppsteypu, fullnaðarfrágangi og frágangi lóðar við verkefnið.

Nýbyggingin var formlega opnuð miðvikudaginn 17. júlí árið 2019.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sólvangur, Hafnarfjörður

Stærð:

4.200 fermetrar

Verktími:

2017-2019

 

Heimsmarkmið