Skip to content

Verkefni

Bodø sundhöll

Bodø sundhöllin er framsækin, umhverfisvæn og nútímaleg sundhöll með átta brauta 25 metra keppnislaug.

Fyrir utan keppnislaugina eru í sundhöllinni áhorfendastúka, búningsklefar, veitingaaðstaða og aðstaða til funda og fleira fyrir starfsfólk og sundfélag staðarins. Um er að ræða 4.200 fermetra sundhöll á tveimur hæðum, viðbyggingu við núverandi sundhöll sem nefnist Norlandsbadet.



Verkís hefur áður unnið frum- og forhönnun vegna sundhallarinnar.

Hlutverk Verkís er almenn verkefnisstjórn, gerð kostnaðaráætlana, hönnun burðarvirkja, fráveitu- hreinlætis- og hitakerfa, sundlaugakerfa, loftræsikerfa, raf- og smáspennukerfa, lýsingar, stýrikerfa, brunahönnun, hljóðvistarhönnun, orkuöflun, orkureikningar og jarðtækni. BIM aðferðafræðin var notuð við úrvinnslu verkefnisins hjá Verkís og norskum samstarfsaðilum. 

Verkefnið er meðal annars unnið í samvinnu við Terje Grønmo arkitekta og dótturfyrirtæki Verkís, OPV Consulting í Noregi.


Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:


Bodø, Noregi


Stærð:


4.200 fermetrar


Verktími:


2020-2022


 

Heimsmarkmið