06/11/2023

Verkís á haustfundi SATS

Haustfundur SATS
Þórey Edda Elísdóttir

Haustfundur SATS, Samtaka tæknimanna sveitarfélaga fór fram á föstudaginn 3. nóvember á VOX Club, Hilton Nordica.

Á dagskrá fundarins mátti finna marga áhugaverða fyrirlestra út ýmsum áttum, bæði frá hinu opinbera og einkageiranum.

Þórey Edda Elísdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá Verkís, flutti erindi um sjálfbær íþróttamannvirki og hvað felst í þeim. Hún fór yfir tenginguna á milli sjálfbærni við hönnun, byggingu og rekstur íþróttamannvirkja og nefndi dæmi frá Danmörku og Íslandi sínu máli til stuðnings.

Meira má sjá um sjálfbærni mannvirkja á þjónustusíðu Verkís

Haustfundur SATS
Þórey Edda Elísdóttir