19/05/2022

Vel sóttur morgunverðarfundur um rafeldsneyti

Vel sóttur morgunverðarfundur um rafeldsneyti
img_6372

Vel sóttur morgunverðarfundur um rafeldsneyti. Um hundrað manns fylgdust með morgunverðarfundi Verkís sem haldinn var í morgun. Umfjöllunarefni fundarins var hlutverk rafeldsneytis í orkuskiptum og markmiðið var að fara yfir stöðuna í dag á aðgengilegan hátt.

Í tilefni af 90 ára afmæli Verkís ætlum við að halda nokkra morgunverðarfundi yfir árið. Starfsfólkið okkar miðlar af þekkingu sinni og reynslu og fáum við einnig til okkar lykilfólk til að segja frá.

Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, hóf fundinn.

Sveinn I. Ólafsson hjá Verkís velti fyrir sér af hverju umræðan um rafeldsneyti væri orðin fyrirferðamikil í samfélaginu.

Ómar Sigurbjörnsson frá CRI fjallaði um rafeldsneyti í fortíð og framtíð.

Guðrún Sævarsdóttir hjá HR velti fyrir sér hvað þyrfti til þess að ná fram markmiðum um orkuskipti.

Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson hjá Orkustofnun fjallaði um umfang orkuskipta og hlutverk stjórnvalda.

Rætt var við Svein í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna fundarins: Verðum að fara alveg í rafeldsneyti sem fyrst – Útvarp – Vísir (visir.is)

Hér er upptaka frá fundinum í morgun.

Í tilefni af 90 ára afmæli Verkís ætlum við að halda nokkra morgunverðarfundi yfir árið. Starfsfólkið okkar miðlar af þekkingu sinni og reynslu og fáum við einnig til okkar lykilfólk til að segja frá.

Fyrsti morgunverðarfundur afmælisársins:
Vel sóttur morgunverðarfundur um skipulag og náttúruvá | Fréttir | www.verkis.is

Heimsmarkmið

Vel sóttur morgunverðarfundur um rafeldsneyti
img_6372