16/05/2022

Verkís opnar nýtt útibú á Reykjanesi

Verkís opnar nýtt útibú á Reykjanesi
gjj-reykjanes

Verkís opnar nýtt útibú á Reykjanesi og mun Guðrún Jóna Jónsdóttir gegna starfi útibússtjóra. Hún er með meistaragráðu í framkvæmdastjórnun og BSc gráðu í byggingafræði.

Útibúið mun veita fyrirtækjum og íbúum á svæðinu alhliða verkfræðiráðgjöf og þjónustu ásamt því að styðja enn betur við þau fjölmörgu fyrirtæki sem Verkís þjónustar nú þegar. Opnunin er liður í því að færa þjónustuna nær samfélaginu.

Útibúið er staðsett á Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Starfsmenn eru í dag tveir en stefnt er að því að þeir verði fjórir í haust.

Síðustu vikur hefur Guðrún notað til að kynnast starfinu og þeim verkefnum og fyrirtækjum sem Verkís þjónustar á svæðinu.

Fyrstu gestir útibús á Reykjanesi
Fyrstu gestir útibúsins á Reykjanesi voru starfsmenn Aðaltorgs. Þeir færðu Guðrúnu útibússtjóra blóm í tilefni af opnuninni.
Verkís opnar nýtt útibú á Reykjanesi
gjj-reykjanes