05/05/2022

Velheppnuð heimsókn til Grænlands

Velheppnuð heimsókn til Grænlands
Frá fundi hjá Royal Artic Line.

Velheppnuð heimsókn til Grænlands. Í síðustu viku tóku Haukur Þór Haraldsson, viðskiptastjóri og Davíð Thor Guðmundsson, byggingarverkfræðingur þátt í heimsókn Grænlensk-íslenska viðskiptaráðsins til Nuuk á Grænlandi. Þar fengu þeir ásamt öðrum tækifæri til að fræðast um stöðu og horfur í efnahagsmálum þar í landi, sem og kanna viðskiptatækifæri.

Á dagskránni voru heimsóknir til áhugaverðra fyrirtækja og stofnana sem starfa í ferðaþjónustu, flutningum, matvöru- og smáverslunum sem og í orkugeiranum. Þátttakendum gafst ekki aðeins tækifæri til að kynnast landi og þjóð, heldur einnig innbyrðis.

Haukur Þór segir að það sé mikill hugur í Grænlendingum og mikil uppbygging fyrirhuguð. Mikill skortur er á íbúðarhúsnæði þar í landi, bæta þarf samgöngur og þá standa framkvæmdir í virkjunarmálum einnig til.

Verkís hefur komið að mörgum spennandi verkefnum á Grænlandi í gegnum tíðina. Þessa dagana er unnið að byggingu skóla í Nuuk þar sem Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun og gafst Hauki og Davíð m.a. tækifæri til að heimsækja verkstað og sjá framgang verkefnisins ásamt því að funda með verktaka. Þá vinnur Verkís þessa stundina að hönnun á nýjum 150 km malarvegi á milli Sisimiut og Kangerlussuaq.

Skóli í Nuuk I Menntastofnanir I Byggingar I Verkefni I www.verkis.is

Húsnæði S&M Verkís á Grænlandi
Húsnæði S&M Verkís á Grænlandi.
Móttaka hjá Þorbirni Jónssyni aðalræðismanni Íslands á Grænlandi
Móttaka hjá Þorbirni Jónssyni aðalræðismanni Íslands á Grænlandi

Heimsmarkmið

Velheppnuð heimsókn til Grænlands
Frá fundi hjá Royal Artic Line.