Hvað kveikir neistann?
Hvað kveikir neistann? Síðasta vor skapaðist mikil hætta á gróðureldum þar sem úrkoma var lítil. Mikilvægt er að öll leggi sitt af mörkum og komi í veg fyrir eldsvoða
Orsakir gróðurelda eru margvíslegar eins og myndin sýnir. Verum viðbúin og stundum forvarnir; grisjum gróður og komum í veg fyrir eld. Höfum til reiðu viðbragðsbúnað; aðgang að slökkvivatni og verkfærum til að slökkva eld.
Verkís veitir margvíslega þjónustu á sviði brunavarna m.a. ráðgjöf um forvarnir, skipulag gróðurs og skógræktar, gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana, flóttaleiðateikningar, námskeiðahald o.fl.
Tengiliður: Dóra Hjálmarsdóttir