Skipulag og náttúruvá á lágsvæðum
Skipulag og náttúruvá á lágsvæðum. Í tilefni af 90 ára afmæli Verkís ætlum við að halda nokkra morgunverðarfundi yfir árið. Starfsfólk okkar miðlar þekkingu sinni og reynslu og fáum við einnig til okkar lykilfólk til að segja frá. Fyrsti fundurinn er nk. fimmtudag.
Viðburðurinn á Facebook. Skráning á viðburðinn fer fram hér.
Sveitarfélög standa frammi fyrir áskorunum við skipulagsgerð á lágsvæðum. Í skipulagi ber að gera grein fyrir svæðum þar sem hætta er talin á náttúruvá og setja skilmála um þau.
Óheimilt er að byggja á þekktum flóðasvæðum, m.a. við sjó. Hættusvæðin hafa ekki verið skilgreind og ekki hefur verið tekin opinber ákvörðun um hvers konar nýting er ásættanleg á þessum svæðum.
Vegagerðin hefur skilgreint viðvið fyrir landhæð á lágsvæðum en þau eru ekki lögfest og koma ekki í stað staðbundins hættumats.
Á fundinum fara fyrirlesarar yfir sína reynslu út frá ólíkum sjónarmiðum. M.a. verður kynnt vinna við nýtt hættumat sem Veðurstofa Íslands vinnur að.
Dagskrá
Kl. 9.00 – 9.10 Egill Viðarsson, framkvæmdastjóri Verkís, opnar fundinn.
Kl. 9.10 – 9.25 Áskoranir við skipulagsgerð á lágsvæðum – Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Gunnar Páll Eydal hjá Verkís.
Kl. 9.25 – 9.40 Lágsvæði – viðmiðunarreglur Vegagerðarinnar fyrir landhæð – Sigurður Sigurðarson hjá Vegagerðinni.
Kl. 9.40 – 9.55 Hættumat vegna sjávarflóða – verkefni í vinnslu Halldór Björnsson hjá Veðurstofunni.
Kl. 9.55 – 10.10 Byggð og samfélag með viðnámsþrótt – Ásdís Hlökk Theódórsdóttir hjá Skipulagsstofnun.
Kl. 10.10 – 10.30 Umræður / spurningar.
Fundarstjóri: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar.