10/01/2022

Aukin notkun á miðlægum samskiptum í hönnunarverkefnum

Aukin notkun á miðlægum samskiptum
BIM miðlægt aðgengi

Aukin notkun á miðlægum samskiptum í hönnunarverkefnum. Nýlega gerði Verkís stóran samning við Autodesk og NTI um aðgengi að þjónustu sem nú heitir Autodesk Construction Cloud (ACC) til næstu þriggja ára. Samningurinn gerir Verkís kleift að stækka, þróast og auka notkun með það að markmiði að auka gæði hönnunar, skilvirkni verkefna og upplýstari ákvörðunartöku.

Verkís hefur nýtt sér skýþjónustur frá Autodesk síðan 2016 fyrir miðlægt aðgengi að hönnunarlíkönum, teikningum, samskiptum auk ýmissa greininga á líkönum. Skýþjónusturnar hafa vaxið og þróast mikið á þessum tíma og hefur notkun Verkís fylgt þeirri þróun.

Að deila gögnum á miðlægu svæði er eitthvað sem hefur tíðkast leng en í ACC geta allir skoðað gögnin og haft samskipti um þau. Gögnin, líkönin verða því aðgengileg fyrir alla sem koma að verkefninu og krefst þess ekki að hlaða niður stórum skrám og hafa aðgang að eða kunna á sérhæfðan hönnunarhugbúnað. Þannig eru öll gögn verkefnisins gerð aðgengileg fyrir virðiskeðju verkefnisins.

Frá upphafi innleiðingarinnar hefur Verkís nýtt sér árekstragreiningar í ACC. Þar hefur Verkís snúið upp á eldra verklag og aðlagað það algjörlega að nýrri tækni. Verklagið gerir alla hönnuði virka þátttakendur í því að fækka árekstrum á milli fagsviða. Ferlið er mun skilvirkara og ánægjulegra fyrir alla þátttakendur. Niðurstaðan er hönnunargögn sem geta skapað aukið hagræði fyrir viðskiptavini Verkís

Með miðlægu aðgengi að öllum gögnum og samskiptum verkefnisins er hægt að fækka fundum, ferðum og gera fjarvinnu skilvirkari. Þetta nýttist Verkís sérstaklega vel við hönnun tveggja stórra verkefna í Noregi og Grænlandi með alþjóðlegum hönnunarteymum á COVID tímum. Í verkefnum sem unnin eru samkvæmt BIM aðferðafærðinni og þar sem Verkís er með flest af verkfræðiþáttum verkefnisins hefur Verkís innleit ACC og boðið verkkaupum, hagsmunaaðilum og samstarfsaðilum aðgang með góðum árangri.

Þjónusta Verkís : BIM

 

 

Heimsmarkmið

Aukin notkun á miðlægum samskiptum
BIM miðlægt aðgengi