14/12/2021

Lýsingarteymi Verkís hlaut viðurkenningu fyrir Ægisgarð

Lýsingarteymi Verkís
Built Back Better Awards

Lýsingarteymi Verkís hlaut „Gold“ viðurkenningu frá Built Back Better Awards fyrir hönnun á allri lýsingu fyrir söluhúsin við Ægisgarð.

„Gold“ viðurkenningin er afhent þeim verkefnum sem sýna sanna nýsköpun og skara fram úr.

Lýsingin var hönnuð sem ein heild og vandlega skipulögð. Sérstök áhersla var lögð á að lýsingin inni myndi hafa jákvæð áhrif á ásýnd húsanna. Einnig var götulýsingin sérstaklega hönnuð til að draga ekki athygli frá húsunum, en uppfyllir um leið allar kröfur varðandi lýsingu.

Build Back Better: Lighting winners autumn 2021
Build Back Better: Shop-houses in Ægisgarður

Heimsmarkmið

Lýsingarteymi Verkís
Built Back Better Awards