Tilnefning til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Tilnefning til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Lýsingarhönnuðir Verkís sáu um alla lýsingu fyrir söluhúsin við Ægisgarð, bæði innandyra og utan.
Lýsingin var hönnuð sem ein heild og vandlega skipulögð. Sérstök áhersla var lögð á að lýsingin inni myndi hafa jákvæð áhrif á ásýnd húsanna.
Einnig var götulýsingin sérstaklega hönnuð til að draga ekki athygli frá húsunum, en uppfyllir um leið allar kröfur varðandi lýsingu.
Söluhús við Ægisgarð er staðsett á bryggju við gömlu höfnina í Reykjavík og hannað til að koma í stað þyrpingar niðurfallinna söluskúra með miðasölu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkefnið er hluti af þéttbýlisátaki til að gera gömlu höfnina meira aðlaðandi fyrir almenning.
Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna og verkfræðihönnun var í höndum Verkís og Hnit.
Verðlaunaafhending og málþing um Hönnunarverðlaun Íslands mun fara fram í Grósku þann 29. október nk.
Sjá nánar um lýsingarhönnun hjá Verkís.
Yrki arkitektar: Nánar um verkefnið.
Frétt á Vísir.is: Söluhús við Ægisgarð tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021.