Orkuskipti á flugvöllum
Orkuskipti á flugvöllum. Verkís tók þátt í viðburðinum Orkuskipti á flugvöllum sem Græna Orkan stóð fyrir.
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur hjá Verkís var með fyrirlestur á viðburðinum sem fram fór í hádeginu í dag, fimmtudag 30. september.
Þórður fjallaði um flugvelli sem fjölorkumiðstöð.
Aðrir fyrirlesarar voru Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme og Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia.
Græna Orkan stóð fyrir viðburðinum í samstarfi við Isavia og Verkís.
Viðburðurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni og einnig í gegnum Zoom.