Nýr framkvæmdastjóri Verkís hf.
Nýr framkvæmdastjóri Verkís hf. Egill Viðarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkís hf.
Egill tekur við starfinu af Sveini Inga Ólafssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri Verkís frá stofnun árið 2008. Sveinn óskaði fyrr á þessu ári eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri en mun áfram sinna öðrum störfum innan fyrirtækisins.
Egill hefur verið sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs hjá Verkís frá árinu 2015 og árin 2013-2014 var hann viðskiptastjóri. Árin 1998 – 2013 starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni hf, sem síðar varð að Verkís, og var þar meðeigandi, aðstoðarframkvæmdastjóri, starfandi framkvæmdastjóri, sviðsstjóri bygginga- og iðnaðarsviðs og sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.
Egill er með M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá University of Central Florida, B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og einnig lærður húsamiður. Hann er kvæntur Bryndísi Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.