07/05/2021

Tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar

Tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar
Tillaga Verkís

Tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar. Verkís skilaði í þessari viku tillögu í hugmyndavinnu um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingar byggðar á og við vegstokka þar sem Borgarlínan þverar Sæbraut og Miklubraut.

Meðal úrlausnarefna eru þættir sem lúta að skipulagi byggðar, fyrirkomulagi kjarnastöðva Borgarlínunnar og tenging uppbyggingar við núverandi byggð og áhrifum þeirra á borgarlífið.

Verkefnið er tvískipt. Annars vegar skipulag uppbyggingar á og við vegstokk á Sæbraut við Vogahverfi og þverun Borgarlínu yfir Sæbraut og Elliðaár frá Suðurlandsbraut að Sævarhöfða. Hins vegar uppbygging á og við vegstokk á Miklubraut við Snorrabraut og þverun Borgarlínu frá Arnarhlíð að Snorrabraut og Burknagötu.

Verkefnið er unnið í samvinnu við stofuna T.ark arkitektar. Að hugmyndavinnunni koma einnig ráðgjafar SEW Studio Egret West í London og ITP Integrated Transport Planning Ltd í Nottingham. Verkís sá einkum um landmótun, skipulag byggðar og umferðarskipulag auk þess að stýra verkefninu.

 

Heimsmarkmið

Tillögur um fyrirkomulag uppbyggingar og þéttingu byggðar
Tillaga Verkís