10/03/2021

Verkís opnar nýja starfsstöð á Blönduósi

Verkís opnar nýja starfsstöð á Blönduósi
Starfsstöð Verkís á Blönduósi

Verkís opnar nýja starfsstöð á Blönduósi, að Húnabraut 13.

Stefnt er að því að skrifstofan verði opin einu sinni í viku að jafnaði og jafnvel oftar ef þörf þykir. Starfsmaður Verkís á Sauðárkróki, Magnús Ingvarsson, mun sinna skrifstofunni til að byrja með en ætlunin er að ráða starfsmann sem hefur aðsetur á Blönduósi og að skrifstofan verði þá opin alla daga vikunnar.

Þessir starfsmenn eru síðan studdir öflugum starfsmönnum Verkís annars staðar á landinu sem gerir þeim þannig kleift að veita þjónustu á breiðum grunni í fjölbreyttum verkefnum, bæði stórum sem smáum. Verkís hefur horft sérstaklega til þess að efla þjónustu sína á Norðurlandi vestra á undanförnum misserum og er opnun skrifstofu á Blönduósi liður í þeirri viðleitni.

Verkís leigir skrifstofuna af Ámundakinn ehf. Fyrirtækið er bakhjarl atvinnulífs á svæðinu og er það von beggja aðila að þetta sé upphafið að farsælu samstarfi þeirra sem geti orðið til þess að styrkja stoðir atvinnulífs á svæðinu enn frekar.

Verkís opnar nýja starfsstöð á Blönduósi
Starfsstöð Verkís á Blönduósi