10/11/2020

Hönnun Stapaskóla í Arc magazine

Hönnun Stapaskóla í Arc magazine
Stapaskóli

Hönnun Stapaskóla í Arc magazine. Í nýjasta tölublaði Arc Magazine er fjallað um hinn nýbyggða Stapaskóla í Reykjanesbæ og rætt við Tinnu Kristínu Þórðardóttur, lýsingarhönnuð hjá Verkís. Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun verksins en Arkís sá um arkitektúr.

Skólinn mun samanstanda af grunn-og leikskóla, tónlistarskóla, íþróttahúsi, bókasafn og sundlaug.

Í greininni er hönnunarferli lýsingarinnar rakið í viðtali við Tinnu Kristínu Þórðardóttur, lýsingarhönnuð hjá Verkís, þar sem farið er yfir mikilvægi góðar samvinnu við arkitekta, góðs undirbúnings á hönnunarstigi, réttu vali á búnaði, útreikninga lýsingar á hönnunarstigi og samskipta við verktaka á framkvæmdarstigi. Allt spilar þetta mikilvægt hlutverk í því að lokaútkoman verði hönnuðum og verkkaupa til sóma.

Arc Magazine hefur komið út frá árinu 1999 og er leiðandi tímarit í umfjöllun um lýsingarhönnun bygginga. Viðtalið er á blaðsíðum 80-85.

Hönnun Stapaskóla í Arc magazine
Stapaskóli