Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á stóra Neyðarkallinum
Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á stóra Neyðarkallinum. Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnu óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi.
Á þessum tíma árs fer venjulega fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Í ljósi aðstæðna, vegna Covid-19, hefur sölunni verið frestað fram í febrúar á næsta ári.
Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri neyðarkalla. Líkt og síðustu ár kaupir Verkís kallinn ásamt því að leggja málefninu lið með fjárframlagi. Í ár er neyðarkallinn með leitarhund sér við hlið.
Hefur þú áhuga á því að gerast Bakvörður og styrkja Landsbjörgu með mánaðarlegu framlagi? Hér eru allar upplýsingar um Bakverði.