Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi
Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi. Frummatsskýrsla um fyrirhugað sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi og áhrif þess hefur verið auglýst af Skipulagsstofnun til kynningar. Verkís hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum sjókvíaeldisins.
Arnarlax ehf. áformar uppbyggingu sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum með ársframleiðslu á 10.000 tonnum af laxi og 10.000 tonna hámarkslífmassa. Fyrirtækið stefnir að því að hefja rekstur eldisins í Ísafjarðardjúpi vorið 2021.
Áætlað er að eldiskvíar verði staðsettar á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, en það er á eldissvæði við Óshlíð og á tveimur eldissvæðum út af Snæfjallaströnd, við Drangsvík og við Eyjahlíð.
Frummatsskýrslan fjallar um fyrirhugað sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, staðhætti, skipulag og verndarsvæði, fyrirhuguðum framkvæmdum og framleiðsluferli er lýst. Metin eru umhverfisáhrif á ástand sjávar og strandsvæða, botndýralíf og kalkþörunga, náttúrulega stofna laxfiska, fugla, spendýr, ásýnd, samfélag, haf- og strandnýtingu og auk samlegðaráhrifa. Þá er fjallað um vöktun, samráð og að lokum heildarniðurstaða matsins tekin saman.
Allir geta gert athugasemdir við frummatsskýrsluna og sent þær til Skipulagsstofnunar fram til 26. júní n.k.