16/12/2019

Fjallaði um notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjagerð

Fjallaði um notkun dróna
Áki ræðir notkun dróna

Fjallaði um notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjagerð. Í síðustu viku stóð ITS á Íslandi fyrir málþingi um dróna og notkun þeirra. Áki Thoroddsen, landfræðingur á Orkusviði Verkís, flutti erindið Notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjahönnun. Sagði hann meðal annars frá nokkrum verkefnum Verkís þar sem notast hefur verið við gögn sem voru fengin með LIDAR skanna.

Verkís býður upp á þjónustu við gerð þrívíðra landlíkana. Verkís notar m.a. LIDAR skanna sem flogið er með þyrildi (dróna). Unnið er í samstarfi við Svarma ehf. sem hefur sérhæft sig í notkun og hönnun flygilda og þyrilda. Verkís notar gögnin sem fást með þessari tækni mikið í sambandi við ofanflóðavarni og veghönnun. Eitt af nýlegum verkefnum á þessu sviði er ástandsmat á sjóvarnargarði við Eiðisgranda í Reykjavík.

Með þessari tækni verður innmæling mannvirkja og/eða umhverfis og vinnsla mælinga mun fljótlegri en ella. LIDAR mælingar úr lofti henta vel til að gera nákvæm líkön af hvers konar yfirborði. Tæknin auðveldar mælingar í erfiðum aðstæðum svo sem í brattlendi eða á jöklum, á flóknum mannvirkjum sem annars er erfitt að komast að eins og möstrum og lögnum.

Þrívíð líkanagerð með LIDAR skönnun úr þyrildi

Heimasíða ITS á Íslandi

Fjallaði um notkun dróna
Áki ræðir notkun dróna