Verkís á fulltrúa í hönnunarteymi Borgarlínu
Verkís á fulltrúa í hönnunarteymi Borgarlínu. Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Hönnunarteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum verkefnisins.
Kristinn H. Guðbjartsson, byggingarverkfræðingur og sérfræðingur á sviði samgöngumála hjá Verkís, er einn þeirra sem skipa teymið.
Um er að ræða tvær framkvæmdalotur sem alls munu verða um 13 km. Hamraborg – Hlemmur og Ártún – Hlemmur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu tillögur verði tilbúnar í vor.
Hönnunarteymið mun heyra undir Verkefnastofu Borgarlínu. Erlendir ráðgjafar frá BRTPlan munu veita hönnunarteyminu sérfræðiráðgjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. BRTPLan starfar í New York í Bandaríkjunum og hefur komið að skipulagi og framkvæmdum kerfa í norður og suður Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu.
Við hönnun verði horft til samgangna, uppbyggingar húsnæðis og mannlífs. Leitað var til íslenskra verkfræðistofa og sveitarfélagana á höfuðborgarsvæðinu eftir sérfræðingum í hönnunarteymið sem er skipað eftirfarandi sérfræðingum.
Frétt Vegagerðarinnar: Hönnun hefst á fyrstu tveimur áföngum Borgarlínu