06/12/2019

Fjallar um jarðvarma í Kanada

Fjallar um jarðvarma í Kanada
Þorleikur í Kanada

Fjallar um jarðvarma í Kanada. Þessa vikuna er Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orkusviði Verkís, í Kanada þar sem hann heldur fyrirlestra og kynningar um jarðvarma í boði Norrænu ráðherranefndarinnar og íslenska sendiráðsins þar í landi. Á dagskránni er m.a. fyrirlestur í virtum háskóla, fundir með yfirvöldum og tvö útvarpsviðtöl.

Þorleikur fór ásamt Pétri Ásgeirssyni, sendiherra Íslands í Kanada, í viðtal í þættinum All in a Day with Alan Neal á útvarpsstöðinni CBC Ottawa á þriðjudag. Þar ræddu þeir Þorleikur og Pétur nýtingu jarðvarma á Íslandi og í Kanada.

Á Íslandi eru langflest hús hituð upp með hitaveitu og rafmagn einnig framleitt úr jarðvarma en í Kanada er jarðvarmi lítið notaður. Gerðar hafa verið árangursríkar tilraunir til að bora eftir heitu vatni í Kanada, sérstaklega í vesturhluta landsins. Talið er að hægt sé að nýta jarðvarma til að hita upp hús og framleiða rafmagn á um hundrað stöðum í landinu. Árið 2017 kom um 60% af raforkuframleiðslu Kanada frá vatnsaflsvirkjunum og annað aðallega frá kjarnorkuverum, gasi, olíu og kolum, sjá hér.

Þorleikur heimsótti McGill háskólann í Montreal. Þar fundaði hann með nemendum, þar á meðal konu sem vinnur doktorsverkefni um notagildi eðallofttegunda í djúpvökva jarðhitasvæða Kröflu. Þorleikur hélt einnig erindi um hitaveitur og þá möguleika sem þær opna dyr að fyrir kennara í skólanum.

Um þjónustu Verkís á sviði jarðvarma 

Fjallar um jarðvarma í Kanada
Þorleikur í Kanada