05/11/2019

Veita styrki vegna hleðslustöðva við fjöleignarhús á Akranesi

Veita styrki vegna hleðslustöðva
Hleðsla rafbíla á Akranesi

Veita styrki vegna hleðslustöðva við fjöleignarhús á Akranesi. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús á Akranesi. Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur. Frestur vegna fyrstu úthlutunar er 1. desember 2019.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Með þessu fylgir Akranes í fótspor Reykjavíkurborgar.

Veittir verða styrkir til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss. Umsókn um styrk skal skila og fá samþykkta áður en búnaður er keyptur og framkvæmdir hafna. Þó er heimilt að leita ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við viðkomandi fjöleignarhús.

Við getum aðstoðað þig við að afla þessara upplýsinga þannig að umsóknin sé fullgild. Verkís veitir skjóta og faglega þjónustu vegna ráðgjafar við hönnun og framkvæmd uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla. Taktu fyrsta skrefið með okkur og við aðstoðum þig við að leggja mat á framkvæmdina. Sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér fljótlega.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2019.

Veittur er styrkur fyrir eftirfarandi þætti:

  • Kostnaður vegna ráðgjafar sérfræðinga um hönnun hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við viðkomandi fjöleignarhús. Aðkoma sérfræðings má vera áður en umsókn er send inn.
  • Allur efniskostnaður við að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla á lóð viðkomandi fjöleignarhúss, þ.m.t. hleðslustöð, raflagnaefni og festingar
  • Kostnaður við leyfisveitingar og heimtaugagjald
  • Styrkur er einungis veittur til miðlægrar hleðslustöðvar þar sem allir íbúar viðkomandi fjöleignahúss geta notið. Húsfélagi viðkomandi fjöleignahúss er heimilt að opna hleðslustöðina fyrir öðrum viðskiptavinum en íbúum viðkomandi fjöleignahúss

Með umsókn skal fylgja:

  • Lýsing á framkvæmdinni
  • Fjöldi og staðsetning hleðslustöðva sem áætlað er að setja upp
  • Kostnaðaráætlun
  • Tilboð verktaka
  • Upphæð styrks
  • Lýsing á því hvernig gjaldfærslu fyrir notkun hleðslustöðvanna er háttað
  • Samþykki húsfélags fyrir framkvæmdinni og breyttri notkun bílastæða sem ætluð eru til hleðslu rafbíla

Höfuðstöðvar Verkís eru í Reykjavík en að auki rekur Verkís fimm útibú á sjö starfsstöðvum víða um land. Þær eru að finna á: Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi. Verkís veitir þjónustu vegna hleðslu rafbíla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Frétt Akraneskaupstaðar um styrktarsjóðinn

Þjónusta Verkís á sviði hleðslu rafbíla
Hleðsla rafbíla – Bæklingur

Veita styrki vegna hleðslustöðva
Hleðsla rafbíla á Akranesi