04/11/2019

Nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi

Nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi
Anna María tekur við

Nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi. Síðastliðinn föstudag tók Anna María Þráinsdóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, við stöðu útibússtjóra fyrirtækisins á Vesturlandi af Gísla Karel Halldórssyni. Anna María verður staðsett í útibúi Verkís á Akranesi.

Gísli Karel, einnig byggingarverkfræðingur hjá Verkís, hefur gegnt stöðunni frá árinu 2013. Hann mun starfa áfram í útibúi Verkís í Borgarnesi, þannig að reynsla hans og þekking nýtist áfram.

Anna María lauk námi í byggingartæknifræði frá HR árið 2011 og meistaragráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdastjórnun árið 2013. Anna María starfaði áður sem sumarstarfsmaður hjá Almennu verkfræðistofunni á Akranesi sumrin 2008 og 2009.

Eftir útskrift vann Anna María hjá Norðuráli á Grundartanga, Skaganum hf. og hjá Verkfræðistofu Suðurnesja þar til hún hóf störf hjá Verkís í byrjun árs 2019.

Frétt Skagafrétta: „Nýja hlutverkið leggst virkilega vel í mig“

Nýr útibússtjóri Verkís á Vesturlandi
Anna María tekur við