31/10/2019

Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á Neyðarkallinum

Verkís styrkir Landsbjörg
Björgunarfólkið okkar að afhenda Hlíf Ísaksdóttur, byggingarverkfræðingi og stjórnarformanni Verkís, stóra útgáfu af Neyðarkallinum sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. 

Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á Neyðarkallinum. Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi.

Í dag klæðir starfsfólk Verkís, sem er í björgunarsveitum Landsbjargar, sig í úlpurnar og selur Neyðarkallinn innan fyrirtækisins.

Samhliða því átaki leggur Verkís málefninu lið með fjárframlagi og vill þannig leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Salan á Neyðarkallinum er ein stærsta fjáröflun Landsbjargar og í ár stendur salan yfir um allt land dagana 31. október til og með 3. nóvember.

Verkís styrkir Landsbjörg
Björgunarfólkið okkar að afhenda Hlíf Ísaksdóttur, byggingarverkfræðingi og stjórnarformanni Verkís, stóra útgáfu af Neyðarkallinum sem þakklætisvott fyrir stuðninginn.